4.9.2007 | 10:03
Búlgaría er heillandi staður.
Búlgaría er land andstæðna að fornu og nýju, mannlífið er lítríkt þar sem gamli tíminn og framrás nýrrar kynslóðar standa hlið við hlið. Þar eru óþrjótandi strendur við smargarðsgrænt hafið, há fjöll með stórkostlegum gljúfrum og hellum, tær vötn og ár, breiðir dalir, heilsulindir, gestrisið fólk, freistandi matar- og víngerð, fjölbreytt gróður- og dýralíf og þægilegt loftslag.
Búlgaría er á góðri leið með að verða einn vinsælasti ferðamannastaður veraldar: langar, sólríkar og gullnar strendur ásamt hagstæðu verðlagi eru meðal þeirra lykilþátta sem hafa haft áhrif á gríðarlega aukningu ferðamanna til landsins.
Ferðast um Búlgaríu
Það er mjög gott að vera ferðamaður í Búlgaríu. Viðmót heimamanna er mjög gott og almennt tala Búlgarir ensku þannig að ekkert mál er að bjarga sér. Verðlag á öllum vörum er mjög lágt sem gerir ferðalag til Búlgaríu mjög hagkvæmt. |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.